Þrjár konur eru fastráðnar hjá Lögreglunni á Akureyri og ein þeirra er Þóra Reyn Rögnvaldsdóttir. Hún útskrifaðist úr Lögregluskólanum árið 2008, starfaði sem lögreglumaður á Suðurnesjum en hefur undanfarin tvö ár verið í lögreglunni á Akureyri. Hún segir það hafa verið æskudraum að gerast lögreglumaður og þótt starfið sé karllægt sé það ekki síður fyrir konur.
Vikudagur spjallaði við Þóru um starfið og stöðu kvenna innan lögreglunnar en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.