Þetta kom fram á síðasta fundi almannaheillanefndar Akureyrar. Þar kom einnig fram að til Akureyrarkirkju hafa leitað í nokkrum mæli ungir karlmenn í vímuefnaneyslu. Þangað leita líka mikið einstæðar mæður sem búa við erfiðar fjárhagsaðstæður. Kirkjulistaviku er nýlokið og var aðsókn góð. Kirkjusókn hefur verið góð í vetur. Í MA hefur haldist vel á nemendum í vetur. Vart hefur orðið við tilhneigingu meðal nemenda til kvíða og þunglyndis. Í skólanum er reynt að leggja meiri áherslu á lýðheilsu en áður hefur verið. Hjá stéttarfélaginu Kili eru kjarasamningar efstir á baugi. Nokkuð er leitað til skrifstofunnar vegna upplýsingar um réttindi. Í Rósenborg er nú mikil vinna í gangi varðandi sumarstörf ungs fólks á vegum Akureyrarbæjar og Vinnumálastofununar. Grasrótarhópur á Akureyri vinnur að hugmyndum um allsherjar virknimiðstöð. Fulltrúi Glerárkirkju greindi frá því að unnið sé að breyttu verklagi á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar með það að markmiði að auka gæði nálgunar. Miklar niðurskurðarkröfur eru á kirkjunni og hefur það áhrif á þjónustuna. Bæjarstjóri sagði álag vera að aukast á félagsþjónustu bæjarins. Hjá stéttarfélögunum við Skipagötu hafa litlar breytingar orðið. Á fundi almannaheillanefndar komu jafnframt fram almennar áhyggjur meðal fundarmanna af vímuefnavanda ungs fólks í bænum og talið mikilvægt að leita sameiginlegra leiða til að vinna gegn honum.