Komst næst hægri vængnum þegar hann bar út Tímann
Logi Már Einarsson, arkitekt og bæjarfulltrúi á Akureyri, hefur marga fjöruna sopið í pólitík og stundum hefur gustað um hann á þeim vettvangi. Hann segist ávallt hafa verið rammpólitískur en velti því fyrir sér á tímabili að læra til prests og var um tíma dansari í Skriðjöklunum. Hann fékk myndlistarlegt uppeldi, sem er eitt af hans helstu áhugamálum og um fátt er meira rætt á heimili Loga. Hann er giftur, tveggja barna faðir og segist hafa ofurtrú á mannkyninu.
Vikudagur fékk sér kaffibolla með Loga og ræddi við hann um pólitíkina, myndlistina, Skriðjöklana og ýmislegt fleira. Nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags sem kom út í dag.