13. mars, 2010 - 08:51
Fréttir
KA/Þór og FH mætast í KA- heimilinu kl. 15:00 í dag í N1- deild kvenna í handbolta. FH hefur haft gott tak á norðanstúlkum í
vetur. Liðin hafa mæst tvisvar í deildinni og hefur FH sigrað í bæði skiptin og þá sló FH einnig KA/Þór út
í 8- liða úrslitum bikarkeppninnar. Fyrir leikinn í dag munar sjö stigum á liðunum, FH hefur 18 stig í fimmta sæti deildarinnar en
KA/Þór hefur 11 stig í sjöunda sæti.
„Ég held að það sé kominn tími á að við vinnum FH," segir Stefán Guðnason þjálfari KA/Þórs, en lengri
upphitun um leikinn má lesa í nýjasta tölublaði Vikudags.