Knattspyrnulið Þórs sektað vegna veðmála­aug­lýs­inga

Frá leik Þórs og Grindavíkur sl. helgi. Mynd/Sævar Geir Sigurjónsson.
Frá leik Þórs og Grindavíkur sl. helgi. Mynd/Sævar Geir Sigurjónsson.

Aga- og úr­sk­urðar­nefnd KSÍ hef­ur sektað knatt­spyrnu­fé­lagið Þór um fimm­tíu þúsund krón­ur vegna veðmála­aug­lýs­inga en þetta kem­ur fram á heimasíðu sam­bands­ins í dag.

Leik­menn og þjálf­ari Þórs mættu í viðtöl eft­ir leik liðsins í Lengju­deild­inni með der­húf­ur sem aug­lýstu er­lent veðmála­fyr­ir­tæki. Slíkt er bannað sam­kvæmt bæði regl­um KSÍ og ís­lensk­um lög­um. Knatt­spyrnu­sam­bandið hafði vísað mál­inu til aga- og úr­sk­urðar­nefnd­ar sem komst að niður­stöðu sinni á fundi í gær.

Seg­ir m.a. í dóm­in­um: „Aga- og úr­sk­urðar­nefnd KSÍ vill að lok­um minna á nauðsyn þess að grein 1.4 í reglu­gerð KSÍ um knatt­spyrnu­mót verði í heiðri höfð, en þar seg­ir: Fé­lög, iðkend­ur, for­ystu­menn og aðrir skulu jafn­an sýna dreng­skap og forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit al­menn­ings á íþrótt­inni og koma fram af holl­ustu, heiðarleika og sönn­um íþrótta­anda. Þeir sem taka þátt í starfi knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar skulu leit­ast við að gera ekk­ert það sem til van­v­irðu má telja fyr­ir íþrótt­ina.“ 

Frétt tekin af mbl.is 


Nýjast