Mateja hefur heldur betur reynst Þór/KA vel en hún hefur spilað 28 leiki með félaginu og skorað í þeim 30 mörk. Frábær tölfræði þar á ferð. Mateja hefur verið mjög eftirsótt og t.a.m. önnur lið frá Íslandi, Grikklandi og Rússlandi hafa reynt að fá hana til liðs við sig. Því er það mjög ánægjulegt að Mateja hafi valið að lokum að halda áfram að spila fyrir Þór/KA.
Dragan Stojanovic þjálfari Þórs/KA, segist á heimasíðu Þórs, að vonum ánægður með að hafa tryggt Mateju áram ,, Ég er mjög ánægður með að okkur hafi tekist að halda henni hjá okkur. Hún er frábær leikmaður sem bæði getur skorað og lagt upp mörk. Við vitum að lið frá Rússlandi, Grikklandi sem og lið frá Íslandi reyndu að fá hana til liðs við sig og því er það ánægjuefni að hún skyldi velja að halda sig hjá okkur. Mateja taldi sig geta bætt sig enn frekar sem leikmaður hjá okkur en hjá öðrum liðum. Sem er náttúrlega griðarleg viðurkenning á okkar störf hér fyrir norðan".
Dragan segist vera kominn með nærri því fullskipað lið fyrir næsta tímabil. "Já, ég tel að við séum komin með nánast fullskipað lið. Við munum halda öllum okkar leikmönnum sem og bætum við Dönku Podavac í hópinn. Sjálfur er ég orðinn gríðarlega spenntur fyrir að byrja undirbúningstímabilið en æfingar munu byrja 22. nóvember. Er orðinn mjög spenntur fyrir framhaldinu," segir Dragan ennfremur á heimasíðu Þórs.