Klínískar brjóstaskoðanir í uppnámi
Klínískar brjóstaskoðanir vegna gruns um brjóstakrabbamein í konum á Akureyri og nágrenni eru í uppnámi. Eins og staðan er í dag mun enginn sinna slíkum skoðunum eftir áramót. Samið var við Björn Sigurðsson röntgenlækni um að sinna þessum skoðunum við Sjúkrahúsið á Akureyri til áramóta og lætur hann af störfum í lok mánaðarins. Undanfarin ár hafa um 25 konur komið til nánari skoðunar í hverjum mánuði á Akureyri.
Þorbjörg Ingvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, segir stöðuna grafalvarlega. Þá sé staðan fyrir sunnan lítt skárri. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.
-þev