Ingólfur Ragnar Axelsson lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að áætlunin um að klífa topp Everest, hæsta fjalls heims, hafi endað með skelfilegum hætti er sextán sjerpar létust í snjóflóði á fjallinu. Ingólfur ætlar að flakka um heiminn næstu vikur en kemur til Akureyrar um mitt sumarið. Á leiðinni heim stefnir hann á að klífa hæsta fjall Evrópu, Elbrus í Rússlandi sem er 5.642 m á hæð.
Þaðan ætla ég að svífa niður á svifvæng og vonandi næ ég stórkostlegu myndbandi af mér á leiðinni niður, segir Ingólfur, sem hefur ekki gefið Everest-drauminn upp á bátinn. Leyfið sem ég keypti gildir í fimm ár en ég ætla ekki að bíða svo lengi. Ég mun standa á toppi Everest á næsti ári.
Vísar óvirðingu á bug
Akureyringurinn ungi hefur verið nokkuð umdeildur í netheimum undanfarnar vikur. Sumir vilja meina að hann hafi sýnt þeim sextán sjerpum sem létust í snjóflóðinu óvirðingu með orðum sem hann hefur látið falla í fjölmiðlum. Spurður um þessar ásakanir vísar Ingólfur þeim á bug.
Nánar er rætt við Ingólf í prentútgáfu Vikudags