Klæðist eingöngu Arsenal-fötum nema í jarðarförum
Margir kannast við Sigfríð Ingólfsdóttur á Akureyri í sjón þótt þeir þekki hana ekki endilega með nafni. Hún gengur jafnan undir viðurnefninu Arsenal-konan, enda iðulega klædd fötum merktum enska knattspyrnuliðinu og óhætt er að fullyrða að hún sé einn dyggasti aðdáandi liðsins hér á landi. Hún skartar meðal annars þremur tattúum tengdum liðinu. Sigfríð er ekki bara aðdáandi Arsenal þar sem KA stendur henni einnig nærri, sem og íþróttir almennt. Hún sækir flesta knattspyrnu- og handboltaleiki í bænum og lætur dómarana jafnan heyra það þegar hún er ósátt.
Vikudagur kíkti í heimsókn til Sigfríðar og fékk m.a. að líta inn í hið margfræga Arsenal-herbergi sem hún hefur innréttað heima sér. Viðtalið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.