Kjúklingabringur með papaja-salsa (fyrir 4)
4 kjúklingabringur
Cajun spice mix (kryddblanda)
Salt og pipar
Olía til steikingar
Kryddið kjúklinginn og steikið við meðalhita þar til hann er steiktur í gegn.
Papaja-salsa:
2 papaja
1 avakadó
4 stórir tómatar
½ sítróna
1 lime
Salt og pipar
Kórianderlauf
Hreinsið og afhýðið papaja og avakadó og takið innan úr tómötunum. Skerið það síðan í teninga. Kreistið síðan safann úr sítrónunni og lime-inu yfir og kryddið. Blandið þessu vel saman. Saxið kórianderlaufin og stráið yfir. Setjið salsa blönduna á fat og bringurnar yfir. Það má borða þetta eitt og sér en einnig er gott að bera fram nan-brauð með réttinum.
Verð að láta þennan fljóta með, mamma gaf mér uppskriftina fyrir mörgum árum og hann er alltaf góður.
Fiskréttur
650 gr. þorskur eða ýsa
Gróft salt
Sítrónusafi
½ pk frosin sælkerablanda
¼ pk frosið brokkolí
1 grænmetiskraftur
Sósan:
½ dolla sveppaostur
¼ dolla blaðlauksostur
¾ dl rjómi
Kryddað eftir smekk t.d. aromat, picanta, salt, paprikuduft
Tómatar
Havarti ostur m/papriku
Fiskurinn er soðin í saltvatni og með smá sítrónusafa og settur í eldfast mót. Grænmetið er soðið með grænmetisteningnum og sett yfir fiskinn. Osturinn er hitaður ásamt rjómanum og hellt yfir grænmetið. Tómatarnir eru skornir í þunnar sneiðar og raðað yfir og Havarti osturinn settur yfir.
Þetta er bakað í 20 mín við 180°C. Borið fram með hrísgrjónum og snittubrauði.
"Verði ykkur að góðu. Ég skora á Ingibjörgu Ringsted að töfra fram lostæti í næsti viku."