Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt tillögur kjörstjórnar vegna komandi forsetakosninga þann 27. júní nk. Akureyrarbæ verður skipt í tólf kjördeildir; tíu á Akureyri, ein í Hrísey og ein í Grímsey.
Kjörstaðir verða Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA), Hríseyjarskóli og í Grímsey er verður kosið í félagsheimilinu Múla. Kjörfundir standa frá kl. 09:00 til 22:00. Í erindi kjörstjórnar kemur jafnframt fram að miklar breytingar þurfi að gera við skipulagningu á kjörstað í VMA vegna tilmæla frá landlækni og almannavörnum er varðar fjarlægðarmörk og það muni hafa í för með sér aukakostnað.