Hjálmadagur Kiwanishreyfingarinnar var í gær. Kiwanisklúbbarnir Kaldbaklur og Embla afhentu börnum á Eyjafjarðarsvæðinu í fyrsta bekk grunnskóla reiðhjólahjálma að gjöf. Eftir afhendinguna voru grillaðar pylsur og tvö reiðhjól dregin úr nöfnum allra barnanna. Hartmann Logi Stefánsson í Oddeyrarskóla og Dagbjört Lilja Jóhannsdóttir í Lundarskóla voru þau heppnu, þannig að þau eiga í dag nýtt hjól og nýjan hjálm.