Kertakvöld í miðbæ Akureyrar

Kertakvöld verður í miðbænum á Akureyri í kvöld milli 20:00-22:00. Þá verða götuljós slökkt og verslanir verða einnig rökkvaðar svo kertaljósin fái notið sín. Íbúar eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að upplifa jólaandann í notalegri og rómantískri stemmingu. Ýmsir viðburðir verða í miðbænum á kertakvöldinu.

Ljósmyndasýning sem sýnir gamlar vetrarmyndir frá Akureyri verður við verslun Eymundsson og á Ráðhústorgi sýnir Fornbílaklúbbur Akureyrar bíla. Þá mun kvæðamannafélagið Gefjun fara með gömul kvæði og jólavísur í göngugötunni og í verslun Eymundsson.
Á kertakvöldinu opnar listakonan Linda Óla vinnustofu sína á nýjum stað, í Krónunni, 2. hæð. Vinnustofan verður opin kl. 19.30-22.00 og allir eru velkomnir.

Nýjast