Kennileiti í Grímsey fær styrk

Akureyrarstofa fær 3,2 millj. króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna lokahönnunar, smíði, flutnings og uppsetningu á kennileiti fyrir heimskautabauginn í Grímsey. Markmið styrksins er m.a. að draga fram sérstöðu eyjarinnar og legu hennar.

Efnt var til samkeppni um kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey og var dómnefnd einróma um vinningstillöguna, sem er unnin af Kristni E. Hrafnssyni og Studio Granda.

Nýjast