KEA úthlutar styrkjum úr Menningar- og viðurkenningasjóði
Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Þetta er í 81. sinn sem KEA veitir styrki úr sjóðnum og fór úthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri fimmtudaginn 27. nóvember. Auglýst var eftir umsóknum í september síðastliðnum og bárust 138 umsóknir. Veittir voru 34 styrkir, samtals að fjárhæð 6,25 milljón króna.
Úthlutað var úr fjórum styrkflokkum; almennum flokki, ungum afreksmönnum, þátttökuverkefnum og íþróttastyrkjum. Ellefu aðilar hlutu almennan styrk, hver að fjárhæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittir tólf styrkir, 1,8 milljónir króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1,4 milljón króna og hlutu fjórir aðilar styrk. Sjö íþróttastyrkir voru veittir, samtals 1,4 milljónir króna
Almennir styrkir, hver styrkur kr. 150.000,-
-Lestrarfélag Hríseyjar - Til kaupa á bókum og skápum fyrir bókasafnið í Hrísey.
-Kammerkór Norðurlands Vegna vetrarstarfs kórsins en þar á meðal eru tvennir tónleikar í samstarfi við kammerkórinn Hljómeiki, sem haldnir verða í Langholtskirkju og á Norðurlandi.
-Stúlknakór Akureyrarkirkju en kórinn er að safna fyrir tónleikaferð til Toscana á Ítalíu á næsta ári.
-Iðnaðarsafnið á Akureyri Til að taka viðtöl við fyrrum starfsmenn Sambandsin, KEA og fleiri fyrirtækja um störf þeirra innan fyrirtækjanna á sínum tíma.
-Sumartónleikar í Akureyrarkirkju Til að fjármagna sumartónleika sem haldnir eru alla sunnudaga í júlí á næsta ári.
-Kvenfélagið Tilraun Til útgáfu á afmælisriti í tilefni af aldarafmæli kvenfélagsins.
-Safnaklasi Eyjafjarðar Til að halda samsýningu safna við Eyjafjörð í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á næsta ári.
-Kvæðamannafélagið Gefjun Til að halda þjóðlistahátíðina Erfðir til framtíðar sem haldin verður á Akureyri næsta sumar.
-Hermann Gunnar Jónsson Til að gefa út bók um fjallgönguleiðir í Grýtubakkahreppi.
-Listfræðslan Til kaupa á stólum fyrir einstaklinga sem eiga við stoðkerfisvandamál að stríða.
-Kvenfélagasamband Suður Þingeyinga Til viðhalds á Gamla Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal.
Ungir afreksmenn, styrkupphæð 150.000.- kr
-Alexander Smári Edelstein, píanó.
-Alexandra Guðlaugsdóttir , kraftlyftingar.
-Arna Sif Ásgrímsdóttir, knattspyrna.
-Birta Fönn Sveinsdóttir, handbolti.
-Einar Kristinn Kristgeirsson, skíði.
-Magnús Finnsson, skíði.
-Sigurður Reynisson, íshokkí.
-Sigurður Unnar Hauksson, skotfimi.
-Stefanía Daney Guðmundsdóttir, frjálsar íþróttir.
-Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, golf.
-Sveinborg Katla Daníelsdóttir, taekwondo/frjálsar íþróttir.
-Ævarr Freyr Birgisson, blak/golf.