KEA úthlutaði 4 milljónum í styrki

KEA úthlutaði í dag styrkjum úr tveimur flokkum Menningar- og viðurkenningarsjóðs. Annars vegar var um að ræða úthlutun íþróttastyrkja og hins vegar styrki sem veittir voru ungum afreksmönnum á sviði mennta, lista og íþrótta. Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri KEA afhenti styrkina. Auglýst var eftir umsóknum og bárust 49 umsóknir í flokki ungra afreksmanna en 29 umsóknir um íþróttastyrki. Alls komu 3,95 milljónir til úthlutunar, 8 aðilar hlutu íþróttastyrk en styrkir í flokki ungra afreksmanna voru 14.

Eftirtaldir ungir afreksmenn hlutu styrk að upphæð kr. 225.000 krónur. Stefán Jón Sigurgeirsson, skíðamaður, Þorsteinn Ingason, skíðamaður, Bjartmar Örnuson, frjálsíþróttamaður, Þorsteinn Ingvarsson, frjálsíþróttamaður, Björn Guðmundsson, kylfingur, Andri Snær Stefánsson, handknattleiksmaður og Ómar Smári Skúlason, íshokkímaður. Eftirtaldir ungir afreksmenn hlutu styrk að upphæð 125.000 krónur: Gunnar Þór Halldórsson, skíðamaður, Bjarki Gíslason, frjálsíþróttamaður, Svavar Skúli Stefánsson, sundmaður, Rakel Rós Snæbjörnsdóttir, frjálsíþróttakona, Ásbjörn Friðriksson, handknattleiksmaður, Bryndís Rún Hansen, sundkona og Eyrún Unnarsdóttir, söngkona.

Þá voru veittir eftirfarandi íþróttastyrkir: Hallgrímur Valsson, til að sækja þjálfaranámskeið í krullu vegna ungra iðkenda. Kr. 50.000. Lionsklúbburinn Hængur, vegna Hængsmótsins, afmælismóts. Kr. 250.000. Nökkvi, félag siglingamanna á Akureyri, til kaupa á seglbátum og til að bæta aðstöðu sína. Kr. 500.000. Skákfélag Akureyrar, til æfinga- og keppnisferðar sex unglinga til Danmerkur í sumar. Kr. 100.000. Sundfélagið Óðinn, vegna aldursflokkameistaramóts Íslands í sundi. Kr. 300.000. Ungmennafélag Akureyrar, til að senda einstaklinga á þjálfunarnámskeið vegna ungra iðkenda. Kr. 100.000. Ungmennafélagið Leifur heppni, til kaupa á áhöldum vegna fimleikaiðkunar barna í Öxarfirði. Kr. 100.000. Ungmennafélagið Smárinn, til að leggja varanlegt slitlag á atrennubraut á íþróttavellinum við Þelamerkurskóla. Kr. 100.000.

Nýjast