KEA og Höldur kaupa hlut í SBA-Norðurleið

Mynd/SBA.
Mynd/SBA.

KEA og Höldur hafa keypt eignarhluti í hópferðabílafyrirtækinu SBA-Norðurleið á Akureyri af Gunnari M. Guðmundssyni framkvæmdastjóra og einum aðaleigenda félagsins.  Kaupin fela í sér að KEA og Höldur eignast 5% eignarhlut hvort. Samhliða þessu hafa verið undirritaðir valréttasamningar milli KEA og Gunnars um 15% eignarhlut í SBA-Norðurleið. SBA-Norðurleið er stærsta hópferðabílafyrirtæki utan höfuðborgarsvæðisins og er með um 80 bíla í rekstri og hjá félaginu eru um 85 heilsársstörf. Þetta kemur fram á vef KEA. 


Athugasemdir

Nýjast