KEA hefur ákveðið að bjóða áhugafólki um handbolta frítt á stórleik Akureyrar og FH í Íþróttahöllinni á Akureyri næstkomandi fimmtudag í N1- deild karla í handbolta. Um sannkallaðan toppbaráttuslag er að ræða, en Akureyri er í öðru sæti deildarinnar með 20 stig en FH er í fjórða sæti með 19 stig.
Það er ekki á hverjum degi sem fólki býðst að fara frítt á stórleik sem þennan og því um að gera fyrir fólk að mæta í Höllina á fimmtudaginn kemur en leikurinn hefst kl. 19:00 en húsið opnar 18:15.