Kaupa á nýjan og öflugan götusóp

Unnið er að því að móta stefnu um aðgerðir gegn hálku og svifryki, sem m.a. snýst að því að götur Ak…
Unnið er að því að móta stefnu um aðgerðir gegn hálku og svifryki, sem m.a. snýst að því að götur Akureyrarbæjar verði þrifnar oftar og betur en tíðkast hefur.

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur falið umhverfis- og mannvirkjasviði að framkvæma verðkönnun á götusópum og ljúka við aðgerðaáætlun varðandi svifryk og hálkuvarnir. Segir í bókun ráðsins að það sé forgangsmál hjá Akureyrarbæ að fækka þeim dögum á ári hverju sem svifryk fer yfir heilsuverndarmörk, enda er talið að það sé fjöldi ótímabærra dauðsfalla á ári hverju á Íslandi vegna svifryks.

„Undanfarnar vikur hefur verið notaður sjór og saltvatn á götur til að binda ryk og hefur það virkað mjög vel til að hemja rykið, en hins vegar haft þá óheppilegu hliðarverkun að þegar hitastig fer yfir frostmark þá myndast leðja á götunum. Undirliggjandi ástæða þess er að göturnar eru skítugar. Nú er unnið að því að móta stefnu um aðgerðir gegn hálku og svifryki, og mun hún meðal annars fela í sér aukinn snjómokstur og að göturnar verði þrifnar oftar og betur en tíðkast hefur.

Því er lagt til að Akureyrarbær kaupi nýjan og öflugan bíl til að sópa og þvo götur. Leitast verður við að finna heildarlausn sem felur í sér mikinn árangur í baráttu við svifryk og tryggir jafnframt viðunandi hálkuvarnir og sem mesta sátt á meðal bæjarbúa,“ segir í bókuninni.


Athugasemdir

Nýjast