FH stúlkur komu sterkar inn í seinni hálfleikinn. KA/Þór fór illa með mörg dauðafæri og gestirnir gengu á lagið og náðu að jafna metin í fyrsta skiptið á 42. mínútu í stöðunni 20:20. FH fékk nokkur tækifæri til þess að komast yfir í leiknum í kjölfarið en Selma Sigurðardóttir stóð vaktina vel í marki KA/Þórs sem hafði betur á lokasprettinum og innbyrti dýrmætan þriggja marka sigur, 28:25.
Arna Valgerður Erlingsdóttir mjög góðan leik fyrir KA/Þór og skoraði 11 mörk í leiknum. Unnur Ómarsdóttir kom næst með 5 mörk og þær Martha Hermannsdóttir, Ásdís Sigurðardóttir og Inga Dís Siguðardóttir komu næstar með 3 mörk hver. Selma Sigurðardóttir átti fínan dag í marki heimamanna með 13 skot varin.
Í liði FH var það Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir sem var markahæst með 9 mörk, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir skoraði 7 mörk og Birna Íris Helgadóttir kom næst með 4 mörk. Í marki FH var Jolanta Slapikene með 11 skot varin og Kristina Kvedariene varði sömuleiðis 11 skot.
KA/Þór er þar með komið með 13 stig í sjöunda sæti deildarinnar, en FH hefur 18 stig fimmta sæti.