20. janúar, 2010 - 20:17
Fréttir
KA/Þór féll úr leik í Eimskipsbikarkeppni kvenna í handbolta í kvöld eftir tap gegn FH, 25:33, í Kaplakrika í 8-
liða úrslitum keppninnar. Staðan í hálfleik var 18:13 fyrir heimamenn. Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með 10
mörk en Ásdís Sigurðardóttir kom næst með 9 mörk.
Ingibjörg Pálmadóttir og Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir skoruðu 12 mörk hvor fyrir FH. Næsti leikur KA/Þórs er deildarleikur gegn
Víkingi í KA- heimilinu næstkomandi laugardag og hefst sá leikur kl. 16:00.