KA/Þór og Valur eigast við í kvöld í N1- deild kvenna í handbolta í KA- heimilinu. Ljóst er að erfitt verkefni bíður heimamanna í KA/Þór þar sem Valsstúlkur hafa enn ekki tapað leik í deildinni.
Valur tapaði hinsvegar í úrslitum bikarkeppninnar um liðna helgi og ætla sér eflaust að rífa sig upp í kvöld eftir það tap. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:00.