KA/Þór endaði í sjöunda sæti N1- deildar kvenna í handbolta með 13 stig, en lokaumferð deildarinnar fór fram í dag. KA/Þór sótti Stjörnuna heim í Mýrina í lokaleiknum og þar höfðu Stjörnustelpur betur, 34:19. Staðan í hálfleik var 21:7 fyrir Stjörnuna. Martha Hermannsdóttir og Emma Sardarsdóttir voru markahæstar hjá KA/Þór í leiknum með fimm mörk hvor.
Í liði Stjörnunnar voru þær Harpa Sif Eyjólfsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir markahæstar með 8 mörk hvor. Stjarnan lauk leik í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig.