KA/Þór lá í Hafnarfirði

FH hafði betur gegn KA/Þór er liðin mættust í Kaplakrika í N1- deild kvenna í handbolta í gærkvöld. Lokatölur leiksins urðu 30:27 FH í vil. Heimastúlkur höfðu undirtökin í leiknum og staðan í leikhléi var 18:13 fyrir FH.

Anna Valgerður Erlingsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með 9 mörk en næst kom Ásdís Sigurðardóttir með 4 mörk. Hjá FH var Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir markahæst með 11 mörk og þær Ingibjörg Pálmadóttir, Birna Berg Haraldsdóttir og Birna Íris Helgadóttir gerðu 5 mörk hver.

 Eftir tvær umferðir í  deildinni er KA/Þór enn án stiga í næstneðsta sæti.

Nýjast