KA/Þór fær erfitt og verðugt verkefni í kvöld er liðið tekur á móti toppliði Vals í N1- deild kvenna í handbolta í KA- heimilinu kl. 19:00. Valur hefur 28 stig í deildinni eftir 15 leiki, hefur unnið 13 en gert tvö jafntefli og er eina taplausa liðið í deildinni. KA/Þór hefur unnið tvo leiki í deildinni í röð og er í 7. sæti deildarinnar með sjö stig.
Það munar því 21 stigi á liðinum tveimur og ljóst að norðanstúlkur þurfa að ná toppleik í kvöld og fá dyggann stuðning frá áhorfendum til að eygja möguleika.