KA/Þór og Fylkir eigast við í dag þegar 3. umferð N1- deildar kvenna í handbolta fer af stað. Bæði lið eru enn án stiga í deildinni, Fylkir í 7. sæti en KA/Þór í 8. sæti. Það má því búast við hörkuleik milli þessara liða í dag sem hefst kl. 16 í KA- heimilinu. Frítt er á völlinn og því um að gera fyrir fólk að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á stelpunum.