Helmings fjölgun var í komum karlmanna til Aflsins, samtaka um heimilis- og kynferðisofbeldi á Akureyri, í fyrra. Þetta kemur fram í árskýrslu samtakanna. Alls leituðu 26 karlar til Aflsins árið 2013 en voru 13 árið árið 2012. Ég tel að skýringin á þessu sé að karlmenn eru orðnir ófeimnari við að leita sér hjálpar, segir Anna María Hjálmarsdóttir formaður Aflsins.
Umfjallanir í fjölmiðlum tengdar t.d. Karl Vigni og Breiðuvík ýtir undir að karlar leiti sér hjálpar og við fögnum því, segir Anna María. Einkaviðtölum fjölgaði alls um 55 á milli ára; voru 803 í fyrra en 748 árið 2012. Aukningin er rúmlega sjö prósent.