Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður til málþings í dag, fimmtudaginn 14. mars kl.16-18 í Menningarhúsinu Hofi undir yfirskriftinni: Karlmenn og krabbamein. Markmið málþingsins er að fræða karlmenn um algeng einkenni krabbameina og er hluti af vitundarvakningu um krabbamein hjá karlmönnum.
Dagskrá:
Fundarstjóri: Friðbjörn Reynir Sigurðsson, lyf- og krabbameinslæknir.
Ljósmyndasýningin Meiri Menn, sem unnin var í tengslumi við Mottumars verður til sýnis á málþinginu.
Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning á kaon@krabb.is.
Vinnustaðir og vinahópar eru hvattir til að skrá sína menn og fjölmenna.
Að málþinginu standa Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, Krabbameinsfélag Íslands, Norðurorka, N4, Akureyrarstofa og JMJ Herradeild.