Karlmaður um þrítugt hætt kominn við vinnu í Þeistareykjavirkjun

Á Þeistareykjum í desember s.l. Mynd: LNS Saga.
Á Þeistareykjum í desember s.l. Mynd: LNS Saga.

Karl­maður um þrítugt var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri um níu á laugardagsmorgun eftir að annar endinn á 12 metra löngu stálröri féll á manninn þar sem hann var við vinnu í Þeistareykja­virkj­un. mbl.is greindi frá þessu.

Samkvæmt lög­regl­unn­i á Húsa­vík átti maður­inn við önd­un­ar­erfiðleik­a að stríða og var hann brot­inn á bringu. Maður­inn ku vera á bata­vegi. Að sögn lögreglunnar er mikið mildi að hann hafi ekki slasast lífs­hættu­lega. Hann var að vinna ásamt hópi annarra við sam­setn­ingu á gufu­lögn þegar slysið varð.

Rörið sem er mörg tonn að þyngd, féll eft­ir að fest­ing hafði brotnað. Vinnu­eft­ir­lit rík­is­ins var kallað á vettvang, auk þess sem ör­yggis­teymi á veg­um Lands­virkj­un­ar rann­sak­ar málið.

Slysið er litið mjög al­var­leg­um aug­um. Sam­kvæmt lög­regl­unni er þetta al­var­leg­asta at­vikið sem átt hef­ur sér stað við fram­kvæmd­irn­ar í Þeistareykja­virkj­un. /EPE.

Nýjast