Akureyrarbær hyggst kanna möguleikann á því að unglingar mæti seinna í skólann á daginn. Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi og formaður skólanefndar á Akureyri, viðraði nýlega upp þær hugmyndir um að byrja skóladag í grunnskólum bæjarins síðar að deginum og hefur fræðslustjóra bæjarins verið falið að tilnefna hóp til að skoða kosti og galla við seinkun á skóladegi á unglingastigi.
Í samtali við Vikudag segir Logi Már að ýmislegt bendi til þess að börnum og unglingum líði betur í skólanum ef hann byrjar seinna á deginum. Einnig hafa rannsóknir sýnt að það geti haft jákvæð áhrif á námsárangur. „Í ljósi þess finnst mér ábyrgðarlaust að kanna ekki þennan möguleika,“ segir Logi en lengri frétt um málið má sjá í prentútgáfu Vikudags.
-Vikudagur, 17. desember