Kammerkór Norðurlands með tónleika í Ketilhúsinu

Kammerkór Norðurlands heldur tónleika í Ketilhúsinu á Akureyri sunnudaginn 21. mars kl. 20:30. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Á efnisskrá er íslensk kóratónlist, þar af nokkur ný verk, samin sérstaklega fyrir kórinn. Kammerkór Norðurlands var stofnaður haustið 1998, meðlimir kórsins koma víðs vegar af Norðurlandi, allt frá Kópaskeri til Sauðárskróks.  

Kórinn hefur flutt margs konar tónlist bæði íslenska og erlenda.  Undanfarin ár þó eingöngu íslensk kórverk, sem mörg hver hafa verið samin sérstaklega fyrir kórinn og svo er einnig  á þessum tónleikum.

Nýjast