23. apríl, 2014 - 12:59
Fréttir
Lionsklúbburinn Ylfa á Akureyri stendur fyrir kökuhlaðborði á morgun, sumardaginn fyrsta í Lionssalnum við Skipagötu, frá klukkan 14:00 til 17:00.
Allur ágóðinn rennur í líknarsjóð klúbbsins, sem styrkir börn og ungmenni á Akureyri og nágrenni.