Kaffi Kvíabekkur slær í gegn

Notendur Miðjunnar á Húsavík munu eins og síðastliðið sumar reka Kaffi Kvíabekk í Skrúðgarðinum. „Við ætlum að hafa opið alla virka sólardaga í sumar á meðan Miðjan er opin líkt og gert var í fyrra sumar,“ útskýrir Sunna Mjöll Bjarnadóttir starfsmaður miðjunnar en opnunar tímar verða auglýstir inni á like-síðu Kaffi Kvíabekkjar hverju sinni.

Það eru notendur Miðjunnar sem sjá um alla vinnu og er þeim skipt niður á vaktir eftir dögum, en starfsfólk er þeim innan handar eftir þörfum.

„Það er alveg ágætis aðsókn þá ríflega tíu saga sem kaffihúsið hefur verið opið í sumar. Þar er ýmislegt á boðstólnum eins og vöfflur og súkkulaði ásamt heitum og köldum drykkjum. Einnig geta ísglaðir fengið frostpinna,“ segir Sunnar Mjöll.

Þá má eiga von á því að annað bakkelsi verði til sölu í sumar en þá verður það auglýst sérstaklega. Dyrnar á Kaffi Kvíabekk opna klukkan 13:00 þá daga sem opnun er auglýst og loka klukkan 15:30.

Búið er að koma upp leiktækjum fyrir yngri börnin í skrúðgarðinum þar sem einnig verður boðið upp á fjársjóðsleit. Handklæði verða til leigu fyrir þá sem vilja vaða í Búðaránni og auðvitað verður handverksbúð Miðjunnar á sínum stað.  


Athugasemdir

Nýjast