Samfélags- og mannréttindaráð hóf fund sinn í október 2008 á skoðunarferð um bæinn þar sem skoðaðar voru áfengisauglýsingar sem birtast á almannafæri. Í framhaldinu var forvarnafulltrúa falið að senda bréf til rekstraraðila þeirra fyrirtæka sem auglýsa áfengi á almannafæri þar sem vakin var athygli á ákvæðum áfengislaga um bann við áfengisauglýsingum. Í mars á síðasta ári var lagt fram bréf frá Lögmannsstofunni LEX f.h. Vífilfells hf. þar sem gerð var athugasemd við það mat samfélags- og mannréttindaráðs að skilti við hús fyrirtækisins brjóti í bága við áfengislög. Á sama fundi samþykkti ráðið að vísa málinu til lögregluyfirvalda. Sem fyrr segir hefur lögreglustjórinn á Akureyri nú vísað málinu frá.