Um síðustu helgi fóru fram úrslit í hinni árlegu firmakeppni Skákfélags Akureyrar. 44 fyrirtæki tóku þátt í keppnini í þetta sinn og hófust undanrásir um miðjan apríl. Nú tefldu 15 fyrirtæki til úrslita. Hart var barist í úrslitakeppninni og lauk henni með sigri Kælismiðjunnar Frosts, en fyrir hana tefldi Jón Kristinn Þorgeirsson, en Jón er núverandi Akureyrar- og Norðurlandsmeistari í skák og auk þess nýbakaður Íslandsmeistari í skólaskák.
Jón fékk 12 vinninga á mótinu. Martur og Mörk varð í öðru sæti með 11½ vinning, (teflandi Áskell Örn Kárason) og Securitas í þriðja sæti (Gylfi Þórhallsson). Þátttökugjöld í firmakeppninni renna til barna- og unglingastarfs Skákfélagsins.