Kæfisvefnsrannsóknir lagðar niður

Ákveðið hefur verið að hætta kæfisvefnsrannsóknum á lífeðlisfræðideild Sjúkrahússins á Akureyri vegna fjárskorts. Í tilkynningu frá Gunnari Þór Gunnarssyni yfirlækni segir að þessi ákvörðun sé vonandi tímabundin. Kæfisvefnsrannsóknum hefur fjölgað hratt, úr um 40 í 180 á ári og mun hraðar en hvað mannafli deildarinnar getur annað. Kæfisvefnrannsóknir eru  gerðar á svefnrannsóknardeild Landspítalans.

Nýjast