KA vann öruggan sigur gegn HK í kvöld

KA vann 3:0 sigur gegn HK í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í MIKASA- deild karla í blaki, en leikið var í KA- heimilinu í  kvöld. KA vann allar þrjár hrinur leiksins, 28:26, 25:21 og 25:20 og þar með leikinn 3:0. KA er því 1:0 yfir í einvíginu. Liðin mætast öðru sinni í Digranesi á laugardaginn kemur. Vinna þarf tvo leiki til þess að landa titlinum og getur því KA tryggt sér Íslandsmeistaratitlinn með sigri í þeim leik.

Nýjast