KA vann fyrsta leikinn í úrslitakeppninni

KA hafði betur gegn Þrótti R. í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni MIKASA- deildar karla í blaki en leikið var í KA- heimilinu í kvöld. KA vann allar hrinur leiksins, fyrstu tvær með tölunum 25:21 og þá þriðju 25:20 og vann þar með leikinn 3:0. KA hefur þar með tekið 1:0 forystu í einvíginu.

Liðin mætast öðru sinni á föstudaginn kemur á heimavelli Þróttar, en það lið sem vinnur fyrr tvo leiki mun spila til úrslita gegn HK eða Stjörnunni sem eigast við hinni rimmunni. Komi til þriðja leikjarins fer hann fram í KA- heimilinu á sunnudaginn kemur.

Nýjast