KA vann fyrsta leikinn

KA hafði betur gegn HK í kvöld, 3:2, er liðin mættust í KA-heimilinu í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. Leikurinn var jafn og spennandi. HK vann fyrstu hrinuna en KA svaraði með sigri í tveimur næstu, 25:19 og 25:22. HK jafnaði metin í 2:2 með sigri í fjórðu hrinu, 25:22 og því réðust úrslitin í oddahrinu. Þar höfðu KA-menn betur, 15:13.

Piotr Kempisty skoraði 29 stig fyrir heimamenn en Davíð Búi Halldórsson kom næstur með 15 stig. Í liði HK var Orri Þór Jónsson stigahæstur með 25 stig en Einar Sigurðsson skoraði 12 stig.

Liðin mætast að nýju á miðvikudagskvöldið kemur á heimavelli HK og þar getur KA tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Vinni HK hins vegar mætast liðin í oddaleik á laugardaginn næsta í KA-heimilinu.                

Nýjast