KA tapaði sínum þriðja leik í röð í úrslitakeppni MIKASA- deildar kvenna í blaki er liðið lá á heimavelli gegn Þrótti Neskaupsstað í gærkvöld. Lokatölur í KA- heimilinu urðu 3:0 sigur Þróttar. Þróttur vann allar hrinurnar nokkuð örugglega, 25:14, 25:13 og 25:5. Það er því ljóst að KA á ekki möguleika á að leika um Íslandsmeistaratitilinn.
Auður Anna Jónsdóttir var stigahæst í liði KA í gær með 9 stig en marga sterka leikmenn vantaði í lið norðanstúlkna og munaði um minna.
Allt stefnir í hreinan úrslitaleik milli HK og Þróttar N. um Íslandsmeistaratitillinn en KA mun að öllum líkindum berjast um bronsverðlaunin við Fylki. KA mætir einmitt Fylki í næstu leik á heimavelli næstkomandi þriðjudag.