KA tapaði í lokaumferð Lengjubikarins

Leiknir R. vann 3:2 sigur á KA er liðin mættust í Boganum í dag í lokaumferð A- deildar Lengjubikarskeppni karla í knattspyrnu. Haukur Hinriksson og Hallgrímur Mar Steingrímsson skoruðu mörk KA í leiknum en þeir Halldór Kristinn Halldórsson, Óttar Bjarni Guðmundsson og Kjartan Andri Baldvinsson skoruðu sitt markið hver fyrir Leikni. 

Þar með lauk KA keppni með aðeins eitt sig á botni riðils 2 en Leiknir endaði með fjögur stig í næstneðsta sæti.

Nýjast