KA sigraði Þrótt R. í hörkuleik í blaki

KA lagði Þrótt R. að velli, 3:2, er liðin mættust í hörkuleik í KA- heimilinu í MIKASA- deild karla á Íslandsmótinu í blaki sl. laugardag. Liðin skiptust á að vinna hrinurnar og eftir fjórar hrinur var staðan 2:2 og réðust því úrslitin í oddahrinu. Þar höfðu KA- menn betur, 15:7, og tryggðu sér 3:2 sigur í leiknum.

Stigahæstir í liði KA voru þeir Piotr Kempisty með 34 stig og Davíð Búi Halldórsson með 10 stig. Eftir sex umferðir hefur KA 8 stig í öðru sæti deildarinnar.

Nýjast