KA og Þór léku um helgina sína fyrstu leiki í 1.deild karla í knattspyrnu þetta sumarið. KA-menn tóku á móti Víkingi Ólafsvík og höfðu þar sigur 1-0 með marki Sveins Elíasara Jónssonar á 4 mínútu í leik þar sem KA var töluvert sterkari aðilinn allan tímann. Leikurinn fór fram í köldu veðri á ágætum velli KA-manna.
Þórsarar héldu hins vegar til Eyja og mættu sterku liði heimamanna í sól og blíðu. 1-1 Jafntefli var niðurstaðan í þeim leik og verða það að teljast sanngjörn úrslit þó svo að Þórsarar væru nálægt sigri. Ingi Hrannar Heimisson kom Þórsurum yfir í fyrri hálfleik en ÍBV jafnaði þegar um 10 mínútur voru til leiksloka.
Nánar verður fjallað um leikina í Vikudegi á miðvikudaginn næst komandi.