KA og Þór mættust í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í Boganum sl. laugardag þar sem KA dugði jafntefli til að tryggja sér sigur á mótinu. Lokatölur urðu 5-1 og því öruggur sigur KA-manna. Gunnar Örvar Stefánsson skoraði tvívegis fyrir KA, Hallgrímur Jónasson og Nökkvi Þeyr Þórisson eitt mark hvor og þá var eitt marka KA sjálfsmark Þórsara. Mark Þórs í leiknum skoraði Jakob Snær Árnason.