KA og Fram mætast í Boganum í dag

KA og Fram mætast í Boganum í dag kl. 17:30 í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu, en liðin leika í riðli 2 í A- deild. Fram hefur unnið báða sína leiki í riðlinum til þessa og er í öðru sæti riðilsins með 6 stig, en KA hefur hins vegar tapað báðum sínum leikjum og situr á botni riðilsins án stiga.

Markahrókurinn ungverski, David Diztl, verður að öllum líkindum með KA í dag, en Diztl skoraði 18 mörk fyrir KA á síðasta tímabili í 1. deildinni.

Nýjast