KA mætir Fjarðabyggð í bikarnum-Þór eða KF mætir Val

Mynd: Sævar Geir.
Mynd: Sævar Geir.

Dregið var í 32-liða úrslit bikarkeppni KSÍ í karlaflokki í hádeginu í dag og margar áhugaverðar viðureignir í boði. KA fékk heimaleik á móti 2. deildarliði Fjarðabyggðar en takist Þór að vinna KF í frestuðum leik í fyrstu umferð tekur liðið á móti úrvalsdeildarliði Vals í 32-liða úrslitunum. Stórleikur umferðarinnar er viðureign úrvalsdeildarliðanna ÍA og KR en alls verða þrír úrvalsdeildarslagir.

32-liða úrslitin:
Stjarnan – Grótta
Keflavík – Grindavík
KFS – KB
KF/Þór – Valur
KA – Fjarðabyggð
FH – Fylkir
Breiðablik – BÍ/Bolungarvík
Fram – Haukar
Víkingur Ó. – ÍBV
Augnablik – Höttur
Leiknir R. – Þróttur
Víkingur R. – Fjölnir
ÍA – KR
Þróttur Vogum – Afturelding
Selfoss – Njarðvík
Dalvík/Reynir – Reynir Sandgerði

Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram 6 og 7. júní næstkomandi

Nýjast