KA leikur til úrslita í bikarnum í karla- og kvennaflokki

KA mun spila til úrslita í Bridgestonebikarkeppninni í blaki í Laugardagshöll á morgun í bæði karla- og kvennaflokki en undanúrslitaleikirnir fóru fram í dag. Kvennalið KA lagði Fylki 3:0 í undanúrslitum og karlalið KA sigraði Þrótt R. sömuleiðis 3:0. Í kvennaflokki mætir KA HK í úrslitum, en í karlaflokki mætir KA sigurvegaranum úr leik Stjörnunnar og HK en leik þeirra í undanúrslitum er rétt ólokið. 

Úrslitaleikirnir verða báðir í beinni útsendingu á RÚV á morgun, sunnudag, og hefst kvennaleikurinn kl. 14:00 en karlaleikurinn kl. 15:30.

Nýjast