KA Íslandsmeistari í blaki

KA er Íslandsmeistari karla í blaki eftir 3:1 sigur gegn HK í Fagralundi í kvöld. KA vann einvígið 2:0 og er því þrefaldur meistari. Líkt og í fyrra er liðið handhafandi allra titlana sem í boði eru en fyrir var liðið deildar- og bikarmeistari. HK vann fyrstu hrinuna í kvöld, 25:22, en KA vann næstu þrjár hrinur, tvær fyrstu 25:23 og fjórðu hrinuna 31:29.

Nýjast