KA í annað sætið eftir sigur gegn Fylki

KA er komið í annað sætið í MIKASA- deild kvenna í blaki eftir 3:0 sigur gegn Fylki í KA- heimilinu í gær. KA vann alla þrjár hrinurnar nokkuð örugglega í leiknum 25:14, 25:15 og 25:16.

Birna Baldursdóttir var stigahæst í liði KA með 14 stig. KA er sem fyrr segir komið í annað sæti deildarinnar með 16 stig en Fylkir er í fjórða sæti með 14 stig.

Nýjast