KA hafði betur í viðureignunum gegn Þrótti R. í bæði karla- og kvennaflokki í fyrstu umferð á Íslandsmótinu í blaki í gærkvöld. Í MIKASA-deild karla sigraði KA, 3:1. Stigahæstir í liði norðanmanna voru þeir Poitr Kempisty með 13 stig og Hilmar Sigurjónsson sem skoraði 12 stig. Í liði Þróttar var Michael Overhage stigahæstur með 14 stig og þeir Aron Bjarnason og Quentin Cucuel gerðu 12 stig hvor.
Leikur Þróttar og KA í MIKASA- deild kvenna lauk einnig með sigri norðanmanna, 3:2. Hjá KA voru stigahæstar þær Auður Jónsdóttir með 22 stig og Una Margrét Heimisdóttir með 13 stig. Í liði Þróttar var Valdís Lilja Andrésdóttir atkvæðamest með 19 stig og María Rúnarsdóttir með 11 stig.
Í dag mæta KA-liðin Stjörnunni í Ásgarði. Karlaliðin hefja leik kl. 15:00 en konurnar kl. 16:30.